Hvernig er það er ekki kominn tími á að biðja umjónarmenn Linux.is um að ljá léni sínu til einhverja sem hafa áhuga á umsjón þess. Jafnvel stofna almennilega Linux User Group hér eða eitthvað.
Eða stofna aljþóðlega linux síðu á ensku á leninu eða eitthvað. Þetta er nefnilega engann veginn að standa sig. Það væri meira að segja betra að forwarda léninu hingað á huga.is/linux þar sem að við updeitum oftar en linux.is. Það er að verða ár síðan að linux.is kom síðast með frétt og nær 3 ár síðan einhver notaði umræðurnar. Að minnsta kosti finnst mér þetta vera lélegur front end á nokkuð gott linux samfélag hér á landi.