Ég var að spá hvort að einhver væri komin með sniðuga aðferð til að mæla útlandaumferð á adsl. Ég veit að maður fær sent vikulega en ég væri til í að sjá það sjálfur.
Það er aðeins flóknara mál en að segja það. Linux vélin þín hefur enga leið til að gera greinarmun á innanlands eða utanlandsumferð. Þar af leiðandi er nokkuð erfitt að gera greinarmun á þessu tvennu.
Ég held að það hafi ekkert upp á sig að leita að græju til að gera þetta. Því að í hana yrðirðu að filtera út öll IP net sem eru innanlands og síðan mæla rest. En hver veit nema einhver framtakssamur Íslendingur skrifi svona græju? :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..