Hæhæ, SpeedTouch 570(i) routerinn er default með IP-töluna 192.168.1.254, svo það sem þú þarft að gera er eftirfarandi:
1. Vera viss um að netkortið virki (reklarnir í kjarnanum).
2. Vera viss um að þú sért með rétta snúru (eða ertu að nota þráðlaust, láttu mig vita).
3. Ef allt að ofan er tilbúið ætti að duga að stimpla inn eftirfarandi í skipanalínu:
ifconfig eth0 192.168.1.10 broadcast 192.168.1.255 netmask 255.255.255.0 up
Gæti verið að þú þurfir að skilgreina
gateway, en ég efast um það. Ef þú skilur ekki eitthvað sem ég var að segja endilega spurðu.
eth0 = netkortið, gæti verið eth1 ef það eru tvö netkort á vélinni, þú getur séð lista yfir netkort með því að skrifa bara
ifconfig í skipanalínu (ef það kemur ekkert nema lo (sem er local, ekki netkort s.s.) þá ertu ekki búinn að setja upp netkort).