Ég var að fá mér Promise IDE stýringu og er búinn að setja hana í og hún virðist detecta harðadiskinn. En nú er vandmálið rétt að byrja. Linux tölvan mín er ekki með diskettu drif og ég get ekki bootað upp á geisladisk eftir að ég setti upp IDE kortið. Þar að leiðandi hef ég ekki hugmynd um hvort diskurinn virki eða ekki, því ég kann ekki að finna það út í linux.
Nú vantar mig að einhver bendi mér í rétta átt svo ég geti mountað diskinn. ég reyndi að mounta hdb1 og hdb2 osrv en það kom eitthvað invalid number dæmi(man ekki hvað).
Mig vantar eitthvað svipað og diskdruid í installinu
Bendið mér bara á einhvern forrit svo að ég geti lesið mig til.
Og ekki segja RTFM vegna þess að ég veit ekki hvað ég á að lesa um.
Spirou Svalsson