Já, ókei. Til að hafa það alveg á hreinu, þá er afkastamunurinn á module og static ekki eftirtektarverður. Það eru 3.000 trikk sem þú framkvæmir áður en þér dettur í hug að compila PHP statically til þess að fá hraða.
Og ég einfaldlega trúi því ekki að reyndir PHP menn hlæji að module-aðferðinni. Þáð sem gæti fræðilega hugsast væri að hún væri óöruggari, en ég sé ekki hvernig svo ætti að vera, þar sem þú væntanlega innsetur PHP modúlinn inn í sömu möppu og með sömu réttindi og þú gerir hvaða varðar Apache.
Þess má geta að ég *er* reyndur PHP notandi, og ég geri alltaf static vegna þess að mér finnst það einfaldara. Ég hef margoft notað module-aðferðina samt (enda eins og ég segi, reyndur PHP notandi), og hef aldrei tekið eftir neinum vankostum við þá leið.
Að setja inn PHP með RPM er nákvæmlega engu minna pro heldur en að setja það inn með source. Þetta er spurning um hvað þú fílar, og hvað þú kannt. Einnig dálítið spurning um hver bjó til RPM pakkann, miklu frekar heldur en á hvaða vél draslið er vistþýtt (compilað).<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is