Er nú ekki viss um að ég skylji spurninguna þína.
Ef þú ert að spá í download frá vefsíðum eða jafnvel ftp, þá ættir þú að geta sett upp proxy á vél B.
Squid er einfaldur í uppsetningu, en þú þarft þá að passa að opna bara fyrir rétta IP tölu og láta hann etv. hlusta á “asnalegt” port.
Ef þú ert að spá í að sækja t.d. af DC eða Mirc eða einhverju öðru … þá gætir þú sett upp Socks proxy …
Ef þú varst að spá í eitthvað redirect í router/eldvegg eða slíkt … þá er það hæpið ef vélarnar eru ekki í sama netinu og svona …
Þori hinsvegar ekkert að fullyrða, etv. er það gerlegt með einhverjum trixum … sem ég kann ekki. Hef svo sem ekki skoðað það mál og nenni ekki að eyða tíma í að pæla í því :o)