mig langar að prufa að setja upp linux á tölvu hjá mér og aðins að prufa mig áfram í því hvaða útgáfu mæliði með og hvar get ég downloadað henni innanlands ?
Fyrir byrjanda mæli ég með Fedora, Mandrake eða SuSE.
Þú getur reyndar eingöngu sett SuSE upp frítt með FTP uppsetningu. Þú getur aftur á móti náð í Fedora og Mandrake þér að kostnaðarlausu og skrifað á geisladiska.
Slóðir til þess að ná í þessar útgáfur ókeypis hér innanlands: Fedora 2 fyrir 32 bita x86 örgjörva. Mandrake 10. SuSE 9.1 skrár og leiðbeiningar (README) fyrir FTP install.
By the way. Ef þú ætlar að setja Fedora upp, þá er nóg fyrir þig að skrifa eftirfarandi á geisladiska: FC2-i386-disc1.iso FC2-i386-disc2.iso FC2-i386-disc3.iso FC2-i386-disc4.iso
Ég hef reyndar ekki sett sjálfur upp Fedora Core 2 en ég held þú getir sleppt því að skrifa FC2-i386-disc4.iso á geisladisk.
ef þú ætlar að halda þér við ensku í kerfinu þá er diskur 4 ekki nauðsýnilegur, hann er reyndar ekki nema 160meg(minnir mig) og því ekki stór biti að kyngja, en sem sagt. hann inniheldur bara tungumála skrár.
Ég mæli með bæði Fedora core og mandrake, mandrake er með betri hjálp við uppsetningu smá hluta þegar kerfið er komið inn. En það er auðveldara að koma kerfinu inn hjá Fedora(þökk sé Anaconda)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..