Sko… til að hafa það á hreinu alveg frá byrjun…
Red Hat hefur það að höfuðmarkmiði að vera notendavænt. Þess vegna er það fullkomlega eðlilegt að það sé notendavænna heldur en dreifingar eins og Slackware og Debian, þar sem markmiðin eru önnur. Vegna þess að menn eru að leita að misjöfnum hlutum, er einmitt svona mikið æði að geta valið úr þessari flóru dreifinga.
Slackware-teyminu get ég sagt þér að er alveg nákvæmlega sama um notendaviðmót, bara á meðan það er ekki óþarflega flókið. Það vill svo til að skítsæmilega reyndir UNIX/Linux menn *eru* fljótari með ‘fdisk’ heldur en Disk Druid, og mörgum finnst það einfaldlega skiljanlegra og þægilegra umhverfi… get ég nefnt gott dæmi um slíkan mann og með því bent á sjálfan mig.
Slackware miðar á stöðugleika. Slackware er elsta dreifingin og er að miða fyrst og fremst á netþjóna, og er hægt að kalla þá lang íhaldssömustu. Þeir voru síðastir af stóru dreifingunum til að skipta úr ‘libc’ yfir í ‘glibc’, vegna þess einmitt að þeir treystu ekki ‘glibc’ fyrr en eftir reynslu. Þeir nota gamalreynda kjarna og eru ekki að pranga upp á þig útgáfum af forritum sem eru í vinnslu, sem er algerlega öfugt við það sem Red Hat gerir. Þar er markmiðið að gefa þér það nýjasta og flottast… óháð því hvort það síðan virkar til lengri tíma.
En þetta var eiginlega smá útúrdúr. Þetta vandamál sem þú átt við finnst mér alveg óhætt að segja að er ekki beinlínis ‘fdisk’ að kenna. Komdu með villuna nákvæmlega. “Einhver error” segir okkur nákvæmlega ekki neitt. :)
Og hang in there, buddy. Ég er reyndar Debian-kall sjálfur, en Slackware er prýðileg dreifing þegar þú lærir á hana… og ég byrjaði sjálfur í Slackware 3.6 á sínum tíma og ég get sagt þér að ekkert kennir þér jafn hratt og örugglega á Linux. Á meðan þú nennir að leysa vandamálin, þ.e.a.s… sem ég sé að þú hefur kosið að gera. Good boy.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is