Ég hef svo sem enga reynslu af honum, en hef sett hann upp og skoðað dálítið. Hann virtist vera fínn, mjög auðveldur í notkun, en að sama skapi gríðarlega stillanlegur. Ég var bara nokkuð hrifinn af þeim reglum sem voru settar upp. Svo var ekki verra að hægt var að setja upp Transparent proxy án nokkurrar fyrirhafnar - svona til að spara bandvíddina ;o)
Þetta var þó fyrir svolitlu síðan sem ég skoðaði hann … eftir að ég hafði séð hann fá bestu dóma í Linux Format held ég … eða einhverju öðru Linux blaði.
En hitt skil ég nú ekki afhverju þú segir að Windows vélarnar þurfi að vera með eldvegg líka.
Ertu örugglega með vel upp settan eldvegg á Linux vélinni ?
P.s. Er virkilega svona langt síðan Suse 8.2 Pro kom út … mér fannst eins og það hefði verið í fyrra, ja hérna.