Var að henda inn linux; fedora core 2 í gær og langaði að fá internetið á hana, einn af þessum fikturum :)
En já, ætlaði mér að shara <i>þessari</i> tengingu (winxp) bara í gegnum cross over kapal, eina sem mig vantar núna er að koma tengingunni í gang á linux vélinni, er sem sagt búinn að tengja tölvurnar á local network (192.168.0.1 - 192.168.0.2), get pingað hvor aðra og allt í fína lagi með það, vantar bara upplýsingar um hvernig ég get tengt netið á linux boxinu. Verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð vanur þessari plug and play tækni í windows þannig að þetta er hálf óvenjulegt fyrir mig :)
Og já ég er sem sagt að keyra á Fedora core 2 ef það breytir einhverju máli.

Takk fyrir.