Ég er einmitt að gera mjög svipaða hluti og þú ert að spá í.
Það sem ég byrjaði að gera var að taka hrátt afrit á milli diskana, þannig að þeir yrðu nákvæmlega eins. Ég var reyndar með tvo nákvæmlega eins diska … senni diskurinn má samt vera stærri, hann er þá bara notaður að hluta til.
T.d. einhvernveginn svona:
dd if=/dev/hda of=/dev/hdb
(eins gott að snúa þessu rétt samt)
Svo geri ég bara rsync á milli mappa á disknum.
T.d. gæti maður tekið rsync af /home af aðal disknum yfir í /home á aukadisknum (mountar hann bara inn fyrst að sjálfsögðu)
Tékkaðu á:
http://fedoranews.org/mweber/rsync/rsync_intro.shtmlEf þú ert að nota grub þá ræsir hann væntanlega upp á disksneið sem er merktar /boot og / (með LABEL= í fstab)
Engar tvær disksneiðar mega vera með eins merki, og því brá ég á það ráð að breyta fstab þannig að þar er vísað í /dev/hdax í stað merkjanna.
(ef einhver hefur verið að velta fyrir sér hvað ég meina með merkja t.d. “e2label /dev/hda3 /work”)
Þannig skiptir ekki máli ef þú notar varadiskinn í stað aðaldisksins, því hann verður þá að /dev/hda … og allt ætti að ganga smurt.
Góða skemmtun.