Fastsettar ip-tölur, innan eða utan DHCP pool
Ég er með dhcp þjón (þennan venjulega dhcpd) keyrandi á FC2 boxi og ég er með eina forvitnisspurningu. Ef að maður er með vélar á netinu sem þurfa að vera með fastar ip-tölur (upp á eldvegg að gera) hvort er eðlilegra að hafa þeirra ip-tölur inni í dhcp poolinu eða utan þess? Nú virðist bæði virka sem skyldi, en annað hvort hlýtur að vera meira “good practice”. Er einhver hætta á að dhcp þjónninn úthluti aftur þessari föstu ip-tölu ef að hún er inni í poolinu?