Viltu ekki henda hingað upp einhverri grein um þetta eða eitthvað svo menn geti lesið um þetta? :)
En hvað varðar rógburð um að Sony sé að nota Linux kjarnann… þá get ég sagt þér strax að það er *mjög ólíklega* nokkuð vit í því. Í fyrsta lagi hafa þeir ekkert að gera við 90% af því sem Linux hefur upp á bjóða, og það sem þeir þurfa, geta þeir betur og löglega tekið úr BSD kjarnanum. Þeir hafa enga ástæðu til að taka eitthvað úr Linux kjarnanum. En jú, GPL samningurinn er lögbindandi. BSD leyfið, sem BSD kjarninn er gefinn út í, leyfir mönnum að taka kóðann og gera meira eða minna það sem þeim sýnist við hann. Til dæmis er sagt að NT og Win2K noti BSD netkerfiskóðann, sem er auðvitað bara hið besta mál. BSD er ekki að stefna á heimsyfirráð, heldur að stefna á að gera kóða sem virkar og allir geta notað, í staðinn fyrir að vera að endurskrifa allt gumsið í hverju einasta stýrikerfi.
Þetta er það sama og ég heyrði einhvern tíma þegar einhver var að þrugla um að NT eða Win2K notaði kóða úr Linux kjarnanum. Það er engin fótfesta fyrir þessum ásökunum, enda væri það einfaldlega heimskulegt af þessum fyrirtækjum að vera að stela kóða úr Linux, hvort sem þessi fyrirtæki eru “ill” eða “góð”.
Ég sé ekki hvernig það kemur málinu við að þeir noti Yabasic, en að það sé gefið út í GPL er sniðugt.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is