Maður lærir ýmislegt á því að setja upp Gentoo.
Fyrst þegar ég notaði Linux, þá var ég ekkert alltof sleipur í því. Ég var bara að nota Mandrake og þess háttar.
Svo prófaði ég Gentoo.
Þar sem ÉG var stór hluti af uppsetningunni, þá lærði ég býsna mikið um hvernig þetta virkar nú allt saman. Maður þarf eiginlega að setja kerfið saman frá grunni sjálfur, en á gentoo heimasíðunni er fyrirtaks uppsetningar manuall.
Ef maður fylgir honum er þetta ekkert mál.
Þetta er besta Linux “námskeiðið” sem ég veit um.
Svo eru spjallborðin hjá Gentoo líka mjög góður staður ef maður lendir í vandræðum.
Ég hef annars aldrei heyrt af neinu íslensku Linux námskeiði.
Endilega prófaðu Gentoo.
<a href="
http://www.gentoo.org“>Gentoo heimasíðan</a>
<a href=”
http://forums.gentoo.org“>Gentoo spjallið</a>
<a href=”
http://forums.gentoo.is">Íslenska Gentoo spjallið</a