Nú langar mig ekki að vera óþarflega dónalegur, en skildu að window managerinn kemur málinu nákvæmlega ekki neitt við. :) Þú þarft ekki einu sinni að nota nokkurn window manager til að fá þetta til að virka.
Það sem mér finnst líklegt núna er að þú sért ekki búinn að configa XFree86 rétt, eða nokkuð. Það er svosem ekki hægt að hallmæla þér fyrir það, þar sem það getur verið þarmaþraut mikil ef maður kann það ekki.
Ég gleymdi að minnast á græju áður sem heitir “Xconfigurator”. Ég var búinn að gleyma henni þar sem ég er farinn út í Debian sjálfur. Allavega, Xconfigurator ætti að finna kortið þitt og setja inn réttu modula og kannski biður hann um info eins og hversu mikið minni sé í kortinu.
Og ég verð að mæla með
http://www.searchlinux.com. Einhver annar hlýtur að hafa lent í þessu sama vandamáli, og þú finnur hann líklega þar.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is