Ég hef notað það líka sem installer og einnig sem rescue disk.
til dæmis fyrir mánuði, eftir að hafa gengið í gegnum gentoo install sem tók tvo daga og neitaði að starta upp. Vitlaus lína í grub, þá notaði ég knoppix til að laga það.
Starta knoppix, hægrismella á partition og gera writeble, starta upp konsole og skrifa “su” og þá ertu rót, ekkert password, skrifa “passwd” þá ertu spurður um nýtt root password og skrifar það tvisvar. Ferð í “system” “more programs” “ file manager super user mode” skrifar nýtt password og browsar og breytir því sem þú villt.
Auðvita er hægt að gera þetta alt frá command line líka.
Fyrir viku dó tölva föður míns “w98” og neitaði að starta upp í safe mode, svo ég gerði sama og að ofan og startaði upp knoppix og notaði cdskrifarann til að taka kopíu af því sem hann vantaði strax vegna vinnu, áður en tölvan fór í viðgerð.