Það er mjög misjafnt eftir ferðavélum hversu auðvelt er að setja Linux upp á þær. Sumar eru bara hannaðar með Windows og eru með mjög undarlegan innimat. Þess vegna skiptir merkið sem þú kaupir meira máli þegar þú kaupir þér ferðavél heldur en þegar þú kaupir þér borðvél.
Mér skilst að HP sé almennt opið fyrir því að menn setji upp Linux á sínar vélar. Ég átti 200MHz HP OmniBook sem var stolið af mér úti í Portúgal, en hún var (eins og mín núverandi Dell ferðavél) Linux-only og það gekk jafnvel betur en á Dell vélina, sem þó gengur eins og í sögu.
Hvað WinModem varðar, þá er það einmitt mjög misjafnt efir framleiðendum hvort það er hægt að fá það til að virka í Linux. Vandamálið við þessi módem er að framleiðandinn þarf víst sérstaklega að styðja við módemið og gefa sjálfur út Linux rekla, á meðan með allan heilbrigðan hugbúnað, geta menn búið til rekla eftir einhverjum specum sjálfir (the wonder of open-source).
Það sem ég myndi í alvöru fyrr gera en að reyna að fá WinModemið í gang, væri að fá mér PCMCIA módem sem er gert af heilbrigðri skynsemi. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is