Já, ég er sammála því að Suse er mun betra fyrir byrjendur en t.d. Knoppix. En málið er bara að Suse kostar pening. Þróunin í Linux heiminum er þannig að þeir sem rukka fyrir kerfin sín, rukka meira með tímanum, og fara minna eftir “stöðlum” og það myndast svona “lock-in” staða. Líttu bara á Red Hat. Þeir sem eru með Red Hat 6 eru hættir að fá update, og þá er enginn til í að uppfæra kernelinn þinn ef það kemur buggur í ljós. Því neyðast menn til að kaupa nýjasta RedHat. Þetta köllum við Microsoft taktíkina.
Svo er apt meira en apt-get. Polician bakvið apt er mjög strangt og mjög kröfuhart. apt4rpm er bara wrapper yfir RPM, sem er veikt i grunninn, öfugt við Debian pakkakerfið.
Fyrir byrjendur mæli ég með Xandros, því ef það á að borga fyrir distro, þá er Xandros gott.
Til að skilja betur þetta policy sem ég var að tala um, endilega lesið <a href="http://people.debian.org/~srivasta/talks/why_debian/talk.html“>þetta</a>
Þetta er lika samanburður á Debian og öllu hinu, m.a. BSD og source based distro.
Svo vil ég benda á það að eftir að Red Hat Linux dó (og ruslið Fedora kom í staðinn) hefur ásókn í Debian aukist mikið, líka af fyrirtækjum: Sjá <a href=”http://www.internetnews.com/ent-news/article.php/10794_3313211_2">hér</a>
Málið er bara, að þetta er að enda þannig, að Debian verður eini ókeypis distroinn. Maður verður að styðja það!!! ;)