Hæbb. Ég setti um daginn um síðu, <a href="http://www.doc2pdf.net“>www.doc2pdf.net</a> sem breytir .doc í .pdf on-the-fly, án alls umstangs (login, register eða þess háttar). Ég gerði þetta bara til þess að æfa mig í vefumsjón og load balancing, en líka af því margir kennarar í skólanum (HÍ) hafa verið að gefa út verkefnablöð á .doc formi sem er glæpur! Ýmislegt hefur gengið á, hún var óstabíl lengi vel, en nú er hún nokkuð stabíl. Tilgangurinn með þessum pósti er að sýna hversu GPL/Open Source er öflugt, þ.e.a.s. hvað maður getur gert mikið með hluti undir þessum leyfum og að segja ykkur frá þessum <a href=”http://www.linode.com">linode.com</a> hýsingaraðila sem síðan er keyrð á.
Allavega, síðan er einfalt PHP script sem ég fann á netinu (file-upload script), breytti því, bjó til bash script, það keyrir OpenOffice í Virtual X glugga, opnar .doc skjal og prentar út .pdf skjal í skrá. Einfalt, gott, þægilegt. Vandamálin sem komu upp voru vegna þess að ég var að keyra upp gervi X glugga fyrir hvert tilvik af OpenOffice, sem gekk ekki alltaf. Svo ef ein .doc skrá coxaði í umbreytingu, þá lá þjónustan niðri þangað til ég endurræsti openoffice. Þetta hefur allt verið lagað núna, og stendur þjónustan og fellur einfaldlega með samhæfni OpenOffice við MS Office. Til gamans má geta þá er hægt að breyta .xls líka í .pdf skjöl. Svo ætla ég að bæta við .ppt í flash breytingu í sumar.
Allavega, upphaflega var ég með þjónustuna á tölvunni minni heima á ADSL tengingu. Fljótlega var umferðin svo mikil að kostnaðurinn óx hratt. Ég valdi því áðurnefndan hýsingaraðila til að hýsa síðuna. Hann virkar þannig að hann setur upp VPS (Virtual Private Server) fyrir hvern aðila. Það er patch fyrir Linux kjarnann (allt open-source) sem gerir kleyft að skipta tölvunni upp í marga parta (svipað og VMWare). Ég hef því root aðgang að mínu svæði. Ég sé síðan sjálfur um alla uppsetningu og allt svoleiðis. Því er þetta svolítið öðruvísi en þessar venjulega hýsingarþjónustur, þar sem þú færð kannski 1 mysql aðgang, 3 email addressur, aðgang að DNS server, 10 ftp aðganga og 2 vefsíður. Ég sé um þetta allt sjálfur. Ég get því sett upp 20000 email addressur ef ég vil, DNS þjón að eigin vali ef ég vil, hvað sem er. Virkar nákvæmlega eins og ég sé með mína eigin tölvu. Maður getur meira að segja horft á rebootið í console. Ég valdi fyrst minnsta pakkann, Linode 64. Þá fær maður 64 meg í RAM og 3 GB pláss, 25GB transfer á mánuði (!!!) og ýmislegt fleira. Ég hélt þetta mundi ekki duga út af því að java er minnisfrekt, en þetta dugaði vel. Núna um daginn setti ég upp auglýsingar og það eru bara ágætar tekjur af því og þess vegna uppfærði ég hana í Linode 96 í staðinn. Þetta kostar 20$ á mánuði, um 1400 kall. Þjónustan er líka fyrsta flokks.
Jæja, ætlaði bara að segja ykkur frá þessu. Hafið það gott.