Jæja ég er búinn að vera með Red Hat 8 í dálítin tíma núna og er bara nokkuð ánægður með að hafa skipt frá Windows. Það er þó eitt sem minnkar ánægjuna fyrir mér, það er að Red Hat virkar töluvert hægara hjá mér en Windows gerði. Ég hef reynt að grufla í þessu sjálfur en er ekki alveg að ganga að finna hvað veldur þessu.
Er eitthver með góð almenn tricks til að bæta afköstin? t.d. bent á eitthver góð forrit sem geta hjálpað við það eða breytingar á uppsetningu?

kv
krosshol