Ég hef nýlega sett upp RH 9.0 á tölvunni minni, og eftir mikið stríð og basl við að komast á internetið (vandræði með drivera fyrir asnalega netkortið mitt sem er innbyggt í móðurborðið) er ég núna loksins kominn á netið. En þá er komið að næsta vandamáli. Það er að skrá sig hja Red Hat Network og uppfæra hugbúnaðinn. Fyrst lennti ég <a href="https://rhn.redhat.com/help/latest-up2date.pxt“>SSL vandræðum</a> en þau voru auðleyst. En hitt er þó verra, að sama hvað ég reyni, ég get ekki skráð mig hjá RHN. Vandræðin byrja strax í fyrsta skrefi, þegar maður á að sjá upplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga hjá RHN, þá kemur bara upp tómur gluggi. En þar sem hægt er að halda áfram án þess að hafa séð þessar upplýsingar gerði ég það bara. Svara öllum spurningum samvisku samlega og allt virðist í fínu lagi, þangað til að það keumr að því að senda inn upplýsingarnar, þá fæ ég alltaf sömu villuna: Problem registering username. Og virðist vera alveg sama hvað ég vel sem notenda nafn, alltaf kemur sama villan.
Ef einhver getur hjálpað mér í þessum vandræðum mínum þá væri það vel þegið. Satt best að segja þá er ég alveg við það að gefast upp á þessum linux tilraunum mínum. Ég hafði mikinn áhuga á þessu til að byrja með og hef eytt miklum tíma í að reyna að fá þetta til að virka, en ég mæti bara endalausum vandræðum.
Fyrir utan framangreind vandræði með RHN, þá get ég ekki spilað tónlistar fæla, tölvan virkar hægvirkari á RH 9.0 heldur en Windows XP og internetið er líka hægara (fæ ekki nema u.þ.b.1050Kb/s í download í linux á meðan ég er með u.þ.b. 1350Kb/s í XP á hraðaprófi hjá reiknistofnun HÍ: <a href=”http://rhi.hi.is/net/meter/initialmeter.php">http://rhi.hi.is/net/meter/initialmeter.php</a>).