Ég er lítil sál sem kann ekki krónu í bala á linux en langar að læra.
Málið er það að ég ætlaði að vera alveg ofboðslega sniðugur og uppfæra KDE-inn minn uppí 2.1 (var fyrir bara það sem fylgdi með í RH7.0 iso útfærzlunni á binary.is), ég náði mér í alla rpm pakkana og skellti þeim í nýja möppu. ég fór þannig að, því ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var bara að fikkta til að læra, að ég reyndi að installa Qt rpmnum fyrst þar sem ég lennti upprunnarlega í linux ævintýrinu mínu alveg í þvílíku buggi útaf þessu helv%$ Qt, ég byrjaði… “rpm -ihv qt-2blablalbla.rpm” nei nei þá fékk ég error msg um að mér vanntaði einhverja mng.so.0 skrá, ég fór á redhat.com og leytaði af þessari skrá og fann loks pakkan mng1.0blabla.rpm og mng0.9blabla.rpm, ég náði auðvitað í mng1.0 pakkan þar sem ég bjóst nú við að þetta sem mér vanntað væri í nýrri útgáfunni, en svo var nú ekki og ég þurfi að ná í hina líka, ég skellti henni inn og keyrði svo aftur “rpm -ihv qt2blabla.rpm” það virkaði flott, síðan ætlaði ég að fara að hefjast handa skella pökkunum inn bara eftir röð, fyrsti pakkinn kom bara með alveg fullt af errorum og allt ég reyndi að skella næsta pakka næst inn (þrátt fyrir að hinn hafði ekki komist inn) en fékk svipaðan error þar
ég var orðinn alveg full saddur á þessu rugli núna og gerði einfalldlega “rpm -ihv *.rpm –force –nodeps” ég verð nú að sega einsog er að það kom mér á óvart að þetta skyldi “virka”, en jæja, þetta fór inn svona, og áræðinlega með billjón errorum.
Ég loggaði mig út, og aftur inn, mér til mikillar furðu þá sá ég það að þetta hafði “tekist” hjá mér, ég loggaði mig aftur út og sá þá að logginnið hafði líka uppfærst, núna fór ég svo í kcontrol og fór að kíkja á það, breytti hinu og þessu en ekkert breyttist, þá tók ég eftir því að allt var nú tvöfalldað í kcontrol, annað vænntanlega stillingar fyrir kde1.x og aðeins neðar voru þá stillingarnar fyrir kde2.1
Mér var nú nokk sama um þetta þar sem ég er bara að fikkta til að læra og ætla mér að strauja þetta bara aftur og setja upp RH 7.0 aftur upp og reyna núna í þessari tilraun að uppfæra KDE 2.1 rétt með hjálp, réttara sagt ykkar hjálp ;)
Lokaorð; hvernig í bölv$# á maður að uppfæra KDE í alvöru :)
kveðja, Bjóri