Jæja Linuxarar góðir…
Á http://counter.li.org er gagnagrunnur sem hægt er að skrá sig í til að fólk hafi einhverja hugmynd um hve margir línux notendur eru í heiminum. Talningin er svæðisskipt eftir löndum og er síðan raða eftir því hvaða land hefur marga notendur per milljón (miðað við höfðatölu eins og íslendingar fíla að hafa það).
Eins og staðan er í dag erum við (Íslendingar) í 3 sæti, færeyjar í öðru og Christmas island í fyrsta (með einn notanda og 1000 íbúa :>). Mér hefur verið skipað að skrifa hér hvatningargrein til að fá ykkur linux notendur til að skrá ykkur á http://counter.li.org svo að íslendingar geta verið “stoltir” af en einum “sigrinum” miðað við höfðatölu. :>
–Kristmundur Freyr(Fire) Guðjónsson
—-Theory, The One Tha Explains Them All