Mjah… Java, eins og ég segi, er ofmetið. Það er snilld, jú. Þeir einu sem ég veit um sem eru ósammála því, eru þeir sem hafa ekki kynnst snilldinni á bakvið Java, sem þú kynnist þegar þú ferð að forrita í því.
En forritunarmál eru auðvitað bara verkfæri, og það er ekki til neitt eitt forritunarmál sem er einfaldlega “málið” og það sem á að nota í allt. Alveg eins er ekki til bíll sem er einfaldlega “málið” og er hægt að nota jafnt í hraðakstur, búslóðaflutninga, barnauppeldi og geimferðir, þó það séu að sjálfsögðu til mjög góðir bílar, og mjög lélegir bílar.
Til dæmis finnst mér hálf fáránlegt að vera að nota Java í það sem yfirleitt er kallað application forritun. Þ.e.a.s. forrit sem maður keyrir beint á örgjörva, með gluggum og öllum græjum. Hvers vegna? Jújú, það þarf 500MHz vél til að keyra slíkt Java forrit, og þá tekurðu samt eftir hökti og djöfulgang. Í application forritun er C og C++, enn þann dag í dag “málið”, og fátt bendir til þess að það sé að fara að breytast í bráð.
Hvað varðar vefsíðugerð finnst mér Java vera málið í stórum verkefnum. Í litlum og miðstæðarverkefnum kýs ég samt PHP. Enn eitt dæmið um það hversu miklu skipulagning hugbúnaðargerðar skiptir miklu máli. Sem dæmi myndi ég skrifa vefverslun í Java, en ég myndi skrifa spjallvegg í PHP.
Leikir mega fyrir mér reyndar vera annars staðar en í Linux, ég myndi ekki syrgja það ef *engir* leikir væru til fyrir Linux.
Aftur á móti er ég sammála þér í því að við lifum á spennandi tímum hvað varðar þróun myndrænna viðmóta. X Windows er auðvitað miðdepill þeirrar þróunar þar sem á engin önnur stýrikerfi finnst jafn gríðarlegur fjöldi af libraryum og drasli sem er í samkeppni, til dæmis Gtk+, Qt, Motif og fleiri og fleiri. Og það að öll þessi library geta lifað saman í sátt og samlyndi þýðir að þú getur notað þau öll og valið þau út frá reynslu, ólíkt því sem þekkist til dæmis í BeOS, MacOS og Windows. Reyndar geturðu þetta í BeOS ef þú ert nörd, þar sem BeOS er POSIX-samhæft upp að ákveðnu marki og hægt er að compila XFree86 og solliz á það. Frá og með MacOS X verður Mackinn líka orðinn þannig, þannig að eftir situr Windows… það eina sem er ekki búið að taka upp UNIX-byggingu.
Og UNIX tekur yfir heiminn. POSIX verður Konungur og Open-source verður Drottning.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is