Ég hef undanfarið átt í skrítnu basli með með íslenska stafi í skráanöfnum þegar ég skoða directory listing á linux (Redhat 7.1) í gegnum samba share frá windows vélum (XP og 2000). Það sem er undarlegast er það að allir aðrir íslenskir stafir en þ og ð birtast rétt. Ég er með eftirfarandi línur í smb.conf
client code page = 850
character set = ISO8859-1
Seinni línan virðist sjá til þess að allir íslenskir stafir nema þ og ð birtast rétt, því ef ég fjarlægi þessa línu fara allir íslenskir stafir á skjön. Þetta virðist hinsvegar greinilega ekki vera nóg, en ég er ekki farinn að átta mig á því hvað þarf að gera meira (eða gera öruvísi).
Ég er mikið búinn að lesa í fyrri póstum hér á huga um samba og íslenska stafi í linux og rakst meðal annars á i18n skrá á http://www.firmanet.is/redhat/ sem á að laga íslensku vandamál í RH 8. Ég prófaði að skipta þessari skrá út fyrir þá sem var fyrir (og endurræsa) en það virtist engin áhrif hafa.
Ég er að nota Samba 2.2.28a en var nýlega að lesa um Samba 3 og þar virðast margir nýungar og endurbætur komnar inn. Meðal annars eitthvað sem varðar skráanöfn með alþjóðlegum character settum. Hefur einhver prófað Samba 3, og ef svo er, væri þá hugsanleg lausn á vandamálinu að skipta yfir í Samba 3?
Öll ráð vel þegin.
Takk fyrir