Þú byrjar á að gera backup af /usr/src/linux, ef sú mappa er til. Ef hún er ekki til, skiptir það engu máli. Haltu þá bara áfram.
Ég ætla að gera ráð fyrir því að þú downloadir í /download, í þessu sýnidæmi. Ég ætla að gera ráð fyrir því líka, að þú hafir útgáfu 2.4.2 af kjarnanum í þeirri möppu.
# cd /usr/src
# mv linux linux.old
# cp /download/linux-2.4.2.tar.gz .
# tar zxvf linux-2.4.2.tar.gz
# mv linux linux-2.4.2
# ln -s linux-2.4.2 linux
# cd linux
# make menuconfig
[ Hérna færðu helling af valmöguleikum... prílaðu bara í gegnum þetta, það er hægt að ýta á "?" til að vita hvað flest gerir. ]
# make dep
# make clean
# make
# make modules
# make modules_install
# make install
Þá ætti undir flestum kringumstæðum að vera mynduð skráin /boot/vmlinuz-2.4.2. Þá þarftu að fara inn í /etc/lilo.conf, bæta þar við stillingu sem heitir bara… til dæmis “Linux 2.4.2” sem gerir það sama og gamla stillingin (sem merkt er "image=[eitthvað]“), nema að hún bendir á /boot/vmlinuz-2.4.2 í staðinn fyrir það sem hin gamla gerir.
ATH: EKKI EYÐA GÖMLU STILLINGUNNI. Hafðu hana þarna líka. Það er aldrei 100% að nýr kjarni virki, og þá viltu hafa gamla möguleikann fyrir hendi.
Dæmigerð ný stilling fyrir kjarna í /etc/lilo.conf liti svona út (þar sem /dev/hda1 er drifið sem Linux er á):
———-
image=/boot/vmlinuz-2.4.2
label=Linux_2.4.2
root=/dev/hda1
read-only
———-
Eftir þetta ferðu út úr skránni og gerir:
# lilo
Þá ættirðu að fá upplistun á þeim möguleikum sem þú hefur þegar þú ræsir vélina. Ef engar villur koma, geturðu haldið áfram, endurræst vélina, og prófað að skrifa ”Linux_2.4.2“ þegar ”LILO" merkið kemur upp á skjáinn hjá þér.
Vona að þetta hjálpi. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is