Hjálp! Fæ ekki modemið til að virka!
Ég er að prófa Knoppix á tölvunni hjá mér, en ég fæ ekki Adsl modemið til að svara mér. Þetta er Adsl modem frá símanum (Alcatel Adsl Native ATM dæmi eitthvað) Mig vantar sennilega rekla fyrir módemið í linux en gæti verið með einhverja rekla sem ættu að virka en ég kann eiginlega bara ekki að setja þá upp í knoppix.. Hvað gera bændur þá? Fyrirfram þakkir!