AbiWord 2.0 og Gnumeric eru frábær tól sem gera það sem þau eiga að gera mjög vel, og það besta er, þau eru bæði GPL released sem er auðvitað ekkert nema gott gott gott.
Annað!
OpenOffice.org (já, heitir OpenOffice.org, ekki OpenOffice) er líklega einn mest notaði svona vöndullinn í Linux heiminum í dag, þó að StarOffice 6 sé jú mun fullkomnara. StarOffice 6 er aftur á móti propritery búnaður og kostar einhverjar krónur.
OpenOffice.org byggir reyndar á StarOffice, þ.e.a.s. á gamalli útgáfu á StarOffice sem Sun breytti í open source verkefni á sama tíma og þeir gáfu út StarOffice 6.
Og já, eitt en. Ef þú ert að nota Gentoo græðirðu akkúrat ekkert á því að compila pakka eins og OpenOffice.org. Þess má kannski geta að Gentoo hópurinn (og þá er ég að tala um þá sem þróa Gentoo) mæla með því að þú setir inn OpenOffice.org með openoffice-bin pakkanum þar sem annað er jú hrein geðveiki. Þessi pakki er compilaður með fullt af tweaks og twists og keyrir því mjög vel á vélinni hjá þér. Svo má kannski geta þess að OpenOffice.org hópurinn sjálfur mælir með því að end userar noti precompiled pakkana, og að source pakkarnir séu fyrir þá sem vinni við að þróa OpenOffice.org.
Þetta I must compile from source kjaftæði er komið út í öfgar. Ekki taka þessu illa, Gentoo er þægilegt og sniðugt kerfi með aldeilis þægilegu pakkakerfi, en öllu má nú ofgera.
Kveðja,
Ómar K.
okay () pentagon ! ms<br><br>Reason is immortal, all else mortal.
-Pythagoras
Reason is immortal, all else mortal.