Þessar möppur eru staðlaðar samkvæmt FHS.
http://www.samba.org/~cyeoh/fhs-2.3-beta.pdfLýsingar:
/misc
Miscellaneous architecture-independent data
Ekkert skrítið að þú skildir ekki vera með
skrár í þessari möppu, en þar sem hún er
hluti af staðlinum er þess virði að
hafa hana þarna ef þú skildir vilja nota
hana seinna.
/opt
Add-on application software packages
Sjálfur set ég lokaðan hugbúnað í þessa möppu
t.d. demo/comercial forrit.
/initrd
initial ramdisk
Þessi mappa er ekki stöðluð af FHS, en hún
er mountuð/notuð þegar þú ræsir default
kjarnanum sem fylgir með Red Hat, til að
hlaða inn modula sem kjarninn þarf þegar
hann er ræstur. (T.d. fyrir scsi)
skoðaðu mkinitrd tólið til að fá fleiri
upplýsingar um initrd.
/usr/dict
Þessi mappa er notuð undir orðabækur, en
er ekki stöðluð af FHS.
/usr/etc
Það á ekki að setja config skrár í þessa möppu
og gera forrit /usr það ekki, en hún er samt til
staðar til að vera í samræmi við /usr/local/etc.
/usr/local/
Þessi mappa er notuð undir forrit sem eru sett
á local vélina.
Mjög sniðugt er að nota þessa möppu undir forrit
sem eru vistþýdd en ekki sett inn með hjálp pakkakerfis,
til að koma í veg fyrir árekstra.