Ég heilsa ykkur.
Fariði á http://www.linuxfromscratch.org og lesið allt um Linux From Scratch (LFS).
Um er að ræða bók sem segir þrep fyrir þrep hvernig maður notar Linuxið sitt sem maður á nú þegar (redhat eða bara eitthvað distro) til að setja upp sitt eigið Linux á tómt partition.
Þá þarf maður að downloada source-kóðanum af öllum helstu pökkunum sem eru undirstaðan í öllum Linux-kerfum (t.d. kernelinn, glibc, bash, sh-utils o.fl), compilerar þeim og installerar í rétta röð á hið tóma partition. Einnig þarf maður sjálfir að setja upp bootscriptana svo fleiri dæmi séu nefnd.
Málið er að maður þarf að ganga í gegnum þetta sjálfur og reyndin er sú að maður lærir helling af því. Maður lærir hvernig Linux er í raun að fúnkera (a.m.k. mun meira en maður gerir ef maður installerar bara venjulegu distrói).
Með öðrum orðum: Þetta er hrein snilld sem allir Linux-unnendur ættu að prófa. Þessi orð mín eru örugglega ekkert gríðarlega sannfærandi, en skoðiði bara vefsíðuna og þá heillisti gjörsamlega af þessu ágæta grænmeti.
Ef einhverjir hafa áhuga á þessu þá þætti mér gott ef þið myndum allir senda e-mail á ftpadm@rhnet.is og beðið kauða um LFS mirror á ftp.rhnet.is. Þá getur ADSL fólk downloadað LFS draslinu (öllum sourcunum af pökkunum) frítt innanlands! múhaha :)
Ég kveð í bili,
Evklíð, sonur Naukratesa