Það fer eftir því hvernig RAID þú ætlar að setja upp. Nú man ég hvað RAID-0, RAID-1 og RAID-5 er (og sambland af fleiru en einu), en ekki hvað striping er. ;)
Allavega, ef þú ætlar að gera software RAID, sem er auðvitað hægvirkara og óöruggara en hardware RAID, þarftu væntanlega Linux kjarna sem styður það. Slíkur kjarni finnst mér líklegt að komi með öllum stóru dreifingunum, meðal annars Red Hat.
Ef þetta er hardware RAID aftur á móti, finnst mér ólíklegt að stýrikerfið þurfi jafnvel að vita af því að þetta sé RAID… vélbúnaðurinn á að gera þetta allt fyrir mann þar, og þar er þetta spurning um einhverjar BIOS/Jumper stillingar.
Hugi.is er keyrður á Linux, með hardware RAID.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is