<a href="http://www.hi.is/~akig/open.html“>Opinn hugbúnaður og forrit í almenningi</a>
Þetta er grein sem ég barði saman til að létta á hjarta mínu :) Hún á að vera nokkuð idjótaheld. Vantar eftirfarandi:
a) athugasemdir við greinina
b) tengla á hana, þar sem hi.is virðist ekki vera mjög róbottavænt
c) ábendingar um fleiri tengla á íslenskar síður um sama efni
Meginatriðið í greininni er eftirfarandi:
”Frjáls hugbúnaður og lokaður hugbúnaður útiloka ekki hvern annan eða eru í mótsögn hvor við annan. Frjáls og lokaður hugbúnaður eru ólíkar tegundir hugbúnaðar hvað varðar notkun, ábyrgðir, réttindi og skyldur. Báðar tegundirnar falla undir ákvæði höfundalaga sem hugverk, en í fyrra tilvikinu veita höfundar undanþágu frá þeim ákvæðum sem varða einkarétt þeirra. Þetta er þeim heimilt, rétt eins og þeim er heimilt að framselja þessi réttindi til útgefanda eða annars framleiðsluaðila. Höfundum er hins vegar ekki heimilt að framselja sæmdarrétt sinn með nokkrum hætti. Mestu máli skiptir að höfundar hafi upplýst val um það hvaða farveg þeir velja verki sínu og séu meðvitaðir um rétt sinn, hvaða leið sem þeir kjósa…."