Ég býst ekki við því að þú vitir hvað ISO-mynd er, en það er hrátt afrit af geisladisk.
Í brennaraforritinu þínu (ef þú átt brennara, þ.e.a.s.) geturðu yfirleitt valið “Burn disk from image” eða eitthvað álíka. Þetta er kallað “image” eða “mynd” vegna þess að þetta er eins hrátt afrit af disknum og mögulegt er að gera.
Allavega… á
http://www.binary.is/iso geturðu fundið til niðurhleðslu ISO myndir nokkurra dreifinga. Ef þú ert að byrja verður maður svosem að mæla með Red Hat vegna þess að það er langmest notaða dreifingin, en einnig vil ég benda á að Mandrake er mjög góð fyrir byrjendur. Að mínu mati er það einfaldari uppsetning og eitthvað. Mandrake er einmitt byggt á Red Hat svo að hægt væri að segja að þessar tvær dreifingar séu samhæfar.<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is