Jæja. Ætli maður verði nú ekki að fleima þetta aðeins hjá þér. Og prófa nýju undirskriftina.
“Það koma oft upp heitar umræður um það hvort Linux eða Windows sé nú betra stýrikerfi. Þá er eins og fólk ákveði að annað sé að öllu leyti gott á meðan hitt sé alslæmt.”
Þetta er rétt. Þetta gerist of oft. Fólk gleymir líka oft að tilgreina nákvæmlega hvaða Windows það er verið að tala um. Ég get hiklaust fullyrt að tæknilega er Linux að nákvæmlega öllu leyti betra en Windows 95, Windows 98 og Windows ME. Þá líka varðandi notendaviðmót vegna þess að á Linux (eins og á langflest ef ekki öll UNIX kerfi) er hægt að fá grilljón viðmót og þar er alveg örugglega a.m.k. eitt sem maður fílar jafn vel ef ekki betur en hið eina viðmót sem yfirhöfuð finnst í Windows. Hvað varðar NT og Win2K… þá má aðeins fara að passa sig. NT er til dæmis alls ekki alslæmt. Að nota NT sem vinnustöð er til dæmis bara hinn prýðilegasti kostur. Gallinn við NT er að þú keyrir ekki alla leiki á það, en þó alveg um helming þeirra. Þetta á auðvitað ekki að skipta máli, vegna þess að við erum væntanlega ekki að tala um leikjatölvur. Hvað varðar Win2K… well, Win2K er bara NT á sterum. NT plús fullt af gagnslausu drasli sem tekur pláss og ögjörva. Og já, DirectX, fyrir einmitt… leiki. Að nota NT sem netþjón er auðvitað bara djók ef maður yfirhöfuð kann eitthvað á Linux. Netþjónar eiga ekki að þurfa að vera með skjá eða eitthvað commercial forrit til að maður geti haft aðgang að skjálausum netþjóni. Það er bara út í hött. Win2K á víst að vera einhverju skárra hvað þetta varðar, en ég þarf víst ekki að tala um hversu takmarkaða trú ég hef á því að það sé nokkuð af viti.
Fyrir mig skal ég segja að Linux á langt í land með að verða jafn gott og NT og Win2K að mörgu leyti, en enn sem komið er, *er* Linux mun betra í netþjónastörf. Það er ekki nema á færi þeirra sem eru lengra komnir að nota eingöngu Linux án þess að vera með einhverja tegund af Windows líka.
“Sjálf nota ég bæði Linux og Windows, Linux í skólanum en Windows heima (á bara eftir að setja upp Linuxinn heima!). Ég verð samt að segja að þó mér líki betur við Linux þá er Windows alls ekki alslæmt, margir ”fídusar“ eru t.d. nánast eins á báðum stýrikerfunum.”
Sjálf? Ertu stelpa? Sem notar Linux? Viltu giftast mér? Allavega… jájá, það má vel vera að margir fítusar séu þeir sömu á báðum stýrikerfum, enda er það almennt þróunin. Windows tók ruslatunnuna og menubarinn frá MacOS, og MacOS rændi hægri-takkanum frá Windows í staðinn. Svona er þetta bara. Ef það á að henda mönnum í Linux þarf auðvitað að vera *eitthvað* þar sem er kunnuglegt. :) Svo er auðvitað það issue að á Linux geturðu fengið grilljón mismunandi viðmót. Sum þeirra reyna að herma algerlega eftir Windows. Sum þeirra reyna það ekki á neinn hátt, og mörg taka einhvern milliveg. Yfirhöfuð geturðu stillt viðmótin í Linux mun meira heldur en Windows nokkurn tíma. Þú myndir segja hið sama ef þú kæmir úr Macka. Það er hellingur af fítusum á Linux/UNIX sem eru í Macka, og öfugt. En þetta eru líka orðnir sjálfsagðir fítusar miðað við það að fólk í dag er orðið vant ákveðnum meginatriðum í viðmóti, svosem menubörum og að geta maximizað, minimizað og stundum roll-upað (eins og í MacOS og ýmsum UNIX viðmótum).
“Ef maður hugsar um það, þá hljóta nú að vera ástæður fyrir því að fólk notar bæði stýrikerfin (aðrar heldur en að fólk þekki ekki hitt stýrikerfið, þá oftast Linux).”
;) Heh heh. Þetta er dálítið fyndin setning. Það er nú auðvitað ástæða fyrir öllu. :) Allavega færirðu beina leið í Nóbelinn ef þú vissir um einn einasta hlut sem hefði nokkurn tíma gerst í heiminum á nokkrum tíma, án þess að eiga sér ástæðu.
Well… ég nenni eiginlega ekki að rekja alla tölvusöguna eins og hún leggur sig, en það er alveg óhætt að segja að Windows er ekki með yfirburðastöðu vegna þess að Windows hefur svo mikið sem aðrir hafa ekki… og ekki heldur vegna þess að Microsoft eru svona góðir í að auglýsa. Það eru margar ástæður fyrir því að Windows er svona mikið notað, meðal annars sú að það er mjög snautt af fítusum. Ef þú tekur Windows frá tímum Atari og Amiga tölvanna muntu sjá að Atari, Amiga og MacOS tröllriðu Windows að öllu leyti hvað varðar fítusa og stöðugleika. Jafnvel ef þú ferð í MacOS í dag finnurðu grilljón fítusa sem hafa verið þar seinustu 12 ár sem eru rétt fyrst núna að koma fram í Windows, með Win2K, og marga fítusa sem við eigum eflaust aldrei eftir að sjá í Windowsinu. Og öfugt. Allavega er aðaláherslan sú að Windows er mjög gelt kerfi, hefur alltaf verið, og mun mjög líklega alltaf vera, miðað við svo margt annað.
Microsoft er eina fyrirtækið sem hefur ekki áhuga á neinu nema að láta Windows fylgja öllum x86-tölvum, og að hafa Windows sem netþjóna og vinnustöðvar hjá öllum fyrirtækjum, og öllum heimilum. Ef Apple eða Linux gengið hefði þennan metnað, væru þeir löngu komnir jafn “langt” og Microsoft hvað varðar markaðssetninguna… en við MacOS og Linux gengin… við höfum einfaldlega annað við tíma okkar að gera. ;) Það að gefa fólki ástæðu til að nota MacOS og Linux áfram og meira… ÞRÁTT fyrir að vera með undir 10% markaðshlutdeild. :) Ef það væri ekki slatti í MacOS og Linux til að halda mönnum þar en ekki í Windows… væru bæði MacOS og Linux steindauð.
Windows menn hinsvegar velja Windows einmitt vegna þessara 90%… ekki vegna þess að það eru einhverjir sérstakir fítusar eða kostir við Windows. :).
“Kveðja, Pooh”
<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is