Ég mæli hiklaust með Mandrake fyrir nýgræðinga. Það er einfalt í uppsetningu og notkun. Og þrátt fyrir það sem misvitrir menn segja þá er það ekki rusl. Það eru bara bjánar sem segja slíkt. Það er til dæmis með NTFS stuðning og kemur með mörgum þægilegum forritum. Nálgast má isos á
http://static.hugi.is/linux/distributions.Einnig er Redhat ágætt en ekki alveg jafn einfalt og Mandrake fyrir nýgræðing en á móti er það með mjög öflugt support kerfi og breiðan notendagrunn. Redhat er “meðalútgáfan” ef segja má svo.
Debian er af mörgum talið “hreinasta” distróið því það er ekki útgefið af fyrirtæki og líður oft langt á milli “stable” útgáfna af því. Þeir vilja sko meina það sem þeir segja þegar þeir kalla þær “stable”. :) Debian kemur með gríðarlega öflugu pakkatóli en það er oft erfitt viðfangs fyrir óinnvígða.
Slackware er tiltölulega flókið kerfi og myndi ég ekki mæla með því fyrir nýgræðing því það þarf töluverða þekkingu eða töluverðan tíma til að læra á það. Það aðstðoðar lítið sem ekkert í uppsetngu. En ef þér tekst að koma upp nothæfu Slackware kerfi þá hægt að segja að þú hafir lært slatta á meðan.
Gentoo er víst mjög öflugt kerfi en eins og Slackware þarf töluverða þekkingu til að setja það upp þótt góðar leiðbeiningar séu til á netinu. Helsti kostur og jafnframt ókostur Gentoo er að það þarf að “compila” kerfinu við uppsetningu og getur það tekið drjúgan tíma á minni vélum (12-24 tíma) en á móti vilja menn meina að þú fáir sprækara kerfi í staðinn. Hvort það muni það miklu skal ég ekki segja. Gentoo er með mjög öflugt pakkakerfi en er þó tímafrekt því það þarf að compila öllu sem kemur inn.
Vonandi er þetta örlítið upplýsandi.
S.s. fyrir stutta skoðunarferð með nothæfu og tiltölulega einföldu kerfi þá er það Mandrake og því næst redhat. Hin ættu að bíða betri tima.<br><br>JReykdal
Alhliða leiðindagaur
<b>Lof frá öðrum:</b>
<i>JReykdal, er ekki málið bara að þú skríðir aftur uppí víðu |ritskoðað| sem þér var skotið útúm? Ég hef þó nokkurn grun um að viss smávaxinn líkamspartur á þér sé að reyna það sífellt. </i> Engel,12. ágúst 2001
<i>…en mér fynnst jreykdal mjög leiðinlegur í svörum í öllim greinum sem viðkemur smell ég hef nú lesið þær margar og hann rruddalegur,ókurteis og dónalegur..</i> Siggik, 18. október 2002
<i>Þú ert kaldhæðið fífl.</i> DrEvil. 16.október 2002