Sælir.
Eftirfarandi eru útdrættir úr bréfaskriftum milli mín og admins hjá rhnet.
Eg:
"Ég var að velta því fyrir mér hvort ég gæti beðið ykkur hjá rhnet um að
> spegla linuxdistro, hvers ég er nýlega orðinn áhugamaður um. Nánar
> tiltekið Vector Linux, sem er útgáfa byggð á Slackware, sem þið eruð með
> á ftp þjóninum ykkar, sjá
> ftp://ftp.ibiblio.org/pub/linux/distributions/vectorlinux/ .
>
> Ég held að þetta yrði kærkomin viðbót við distroin sem eru fáanleg hér
> heima, það hefur upp á ýmislegt að bjóða, aðallega hraða, stöðugleika og
> einfaldleika (ekki bara 2 af þremur eins of flest distroin þarna úti).
> Ég bið ykkur rh-inga um að athuga amk málið, sjá t.d.
> http://www.osnews.com/story.php?news_id=3229&page=10“
Svar:
”[...] varðandi þetta distró þá er þetta fyrsta beiðnin sem ég fæ
um þetta og er reglan sú að það verður að sjást einhver áhugi
áður en við bætum við stórum söfnum, ef þú veist um fleiri sem
hafa áhuga á þessu safni þá er bara að láta þá senda póst á
ftpadm@rhnet.is"
Hvað segið þið hugverjar, einhver áhugi? Ef þið mynduð vilja prófa þetta, sendið þá póst á ftpadmininn (ég legg til að þessu verði gefið nafnið viktor eða Vigur :])
Frekari upplýsingar á
ibiblio.org/vectorlinux/ , http://www.ibiblio.org/vectorlinux/index.htm#soho og
mathomas.org/cgi-bin/veclinuxback/ikonboard.cgi
(og google)
… svo gæti hugi nottla speglað þetta á static.hugi, en mér þykir ólíklegt að það verði gert.