Æja.
Langaði að prófa mig áfram með TwinView á NVidia kortinu mínu.
Það sem átti að fá fram var það að geta verið með í gangi sitthvort skjáborðið á skjánum og sjónvarpinu (og í framhaldi af því að skoða myndklippur á sjónvarpinu (DVD og slíkt)).
Það sem þurfti að gera var í stuttu máli eftirfarandi…
(geri ráð fyrir að nú þegar sé búið að setja inn nvidia reklana og þeir virka)
Byrjum á því að tryggja okkur leið til baka
cp /etc/X11/XF86Config ~ (getur líka verið XF86Config-4)
Að þessu loknu tökum við til við að skemma skránna! :-)
vi /etc/X11/XF86Config
(eða einhver textaritill sem þú ert öruggur með)
Finnum í skránni lið sem lítur út eitthvað svipað og:
Section “Device”
Identifier “Videocard0”
Driver “nvidia”
VendorName “Videocard vendor”
BoardName “NVIDIA GeForce 4 (generic)”
EndSection
(Það sem skiptir máli er Driver “nvidia”, allt annað getur á annan hátt).
Þessum línum breytum við þannig að þær líti út á þennan hátt
Section “Device”
Identifier “Videocard0”
Driver “nvidia”
VendorName “Videocard vendor”
BoardName “NVIDIA GeForce 4 (generic)”
Option “TwinView”
Option “SecondMonitorHorizSync” “”
Option “SecondMonitorVertRefresh” “”
Option “TwinViewOrientation” “Below”
Option “MetaModes” “1600x1200,640x480”
Option “TVOutFormat” “COMPOSITE”
Option “TVStandard” “PAL-G”
Option “ConnectedMonitor” “crt,tv”
EndSection
Hér eru nokkrir hlutir sem þarf að stilla.
Í TwinViewOrientation getur verið LeftOf, RightOf, Above, Below eða Clone (Ætti að skýra sig sjálft)
TVOutFormat getur verið COMPOSITE eða SVHS, allt eftir því hvernig tengið á kortinu/sjónvarpinu er.
MetaModes er nokk interressant. Í mínu tilviki er ég með 1600x1200 á skjánum, en 640x480 á sjónvarpinu (flest sjónvörp styðja 640x480 og 800x600). Hægt er að tilgreina nokkur MetaModes, sem eru aðskilin með ;
Þetta ætti að nægja til að fá mynd á sjónvarpið.
Öðru þarna ætti ekki að þurfa að breyta.
Ræsum X aftur með því að logga okkur út og smellum svo á CTRL-ALT-BACKSPACE og loggum oss aftur inn.
Síðan til að fá mplayer til að senda myndina á sjónvarpið þá ræsum við hann upp á eftirfarandi hátt:
mplayer -vo xv -xineramascreen 1
Spurningar?
Hörðu