Mér þykir það klén leið til þess að laga íslenskuna að slökkva alveg á henni. Svipað eins og að skera af manni fót ef eitthvað smávægilegt er að í fætinum.
Í Red Hat 8 (líka 9, en það laga ekki öll vandamálin í 9) er nóg að gera eina smá breytingu á /etc/sysconfig/i18n.
LANG=“is_IS”
(Semsagt, taka utf8 af). Afganginn af skránni skal láta í friði.
Ég er að vinna í þessum málum með Red Hat, og ég er ógurlega svekktur yfir því hvernig íslenskan fór öll í hönk frá síðustu betunni sem við fengum af 9 og svo endanlegu útgáfunni.
Ég býst við að ég útbúi rpm skrá með öllu sem þarf til að koma RH9 í lag fljótlega.