Vantar ráðleggingu
Ég er að hugsa um að prófa að setja upp Linux server heima hjá mér. Það sem hann þarf að geta gert: Router fyrir ADSL, Port mapping, Web server, FTP server, Mail server, File server. Ég er algjör nygræðingur í Linux en er vel að mér í Windows og uppbyggingu netkerfa og virkni þeirra. Væri einhver til í að benda mér á útgáfu af Linux sem gæti þjónað þessu hlutverki og væri gott að það væri hægt að webconfiga sem mest af server hlutum hanns (ef það er hægt???). Einnig hverjar væru lágmarks kröfur á vélbúnað fyrir útgáfuna sem að þið mælið með.