Þetta mun aldrei virka svona. (allavegana ekki án hjálpar)
Svona virkar auth …
Biðlarinn sendir fyrirspurn á ident miðlaran og spyr: “Hey, hver er með tengingu frá 192.168.1.2 port 61234 til 10.0.0.13 port 6666”, og þá svarar miðlarinn: “Hey, það er jonj”.
Það sem gerist þegar NAT er notað til að fela vélar, breytir eldveggurinn iptölunni og jafnvel portinu líka, þannig iptalan/portið eru ekki þau sömu og ident miðlarinn sér.
Það sem hægt er að gera er eftirfarandi:
1) Fá sér ident sem lýgur, þ.e. gefi alltaf upp eitthvað nafn
2) Fá sér eldvegg sem kann að höndla ident pakka og getur breytt upplýsingunum í samræmi við tenginguna.
3) Fá sér eldvegg sem getur höndlað fyrirspurnirnar eftir öðrum forsendum.
Oidentd ræður 1 og 3.
Til að fá 3 til að virka þarftu að setja linuxvélina á milli þín og netsins og láta hana natta pakkana líka (ljótt en virkar). Síðan stillirðu inn hvaða notandi er með hvaða iptölu á bakvið hana.
ps
Ástæðan fyrir því að þetta virkaði með mirc er að mirc er með innbyggðan ident sem virkar eins og nr 1.
Kveðja
Hörður
(bullari)