Ég hef mikinn áhuga á að keyra Linux á ferðatölvunni minni (sem jafnframt er heimilistölvan). Er eitthvað vesen tengt því að keyra Linux á ferðatölvum? Get ég notað Red Hat án vandræða?

Ég nota Windows forrit sáralítið í dag hvorteð (nema í vinnunni) er þannig að ég er meira að pæla í praktískum vandamálum.

Annað er að ég er mjög löt við að gera hlutina sjálf, sérstaklega hvað varðar stýrikerfi. Hef reyndar notað Unix en það er svolítið langt síðan og ég vil sem minnst þurfa að stilla hluti eða fikta í hlutum sjálf.