Þú þarft fyrir það fyrsta að vera með pcmcia-cs pakkan frá
http://pcmcia-cs.sourceforge.net/ en það er líklegt að hann sé innsettur hjá þér þar sem þú ert með mandrake. Þú getur fylgst með því hvað gerist ef þú ræsir upp konsole, loggar þig inn sem rót og slærð inn “tail -f /var/log/messages” en þá ættir þú að sjá hvort að carmgr finni eitthvað þegar að þú stingur einhverju pcmcia dóti í pcmcia raufina, ef svo er þá er pcmcia-stuðningur hjá þér. Ef þú vilt sjá hvaða módúl hefur verið hlaðið inn þá getur þú útfært skipunina “lsmod” og séð hvort að það sé eitthvað sem svipi til þess módúls sem á að virka með þínu netkorti. Nú svo þarftu líklegast að nálgast wireless tools sem gerir þér kleift að stilla þráðlaus netkort með dulkóðunarlyklum (encryption) en wirless-tools
http://www.hpl.hp.com/personal/Jean_Tourrilhes/Linux/Tools.html er hægt að nálgast hér, en líklegast eru þau innsett hjá þér þar sem þú ert með mandrake.
Ef þau eru ekki innsett þá myndi ég fara á rpmfind.net og leita að þessum verkfærum og svo innsetja þau með urpmi pakkastjóranum frá mandrake.
Nú ef ekkert í kringum þessi verkfæri fær þitt netkort til að virka þá er líklegt að þú þurfir að fara að athuga hvaða módul eru studd í kjarnanum hjá þér.
Kveðja Sammi