Ég tel manninn ekki vera einhvern geggjaðan snilling, en nýlega hef ég dottið í það að virða manninn óheyrilega.
Það er alltaf talað um að hann sé snillingur fyrir að geta prangað Windows95 inn á flest heimili heimsins, en það hlýtur hver maður að sjá er þvættingur og vitleysa. Eða hvað, vita menn til þess að hann hafi nokkurn tíma svo mikið sem hitt einn einasta starfsmann markaðsdeildar Microsofts? Það er markaðsdeildin sem sér um að setja hlutina ókláraða og of fljótt á markað og setja catchy nöfn og það. Bill Gates var fínn forritari þegar hann forritaði, og hefur eingöngu nýlega farið aftur að forrita og gera eitthvað af viti, þ.e.a.s. eftir að hann sagði af sér sem CEO hjá Microsoft.
Og þá fór félaginn að vinna í orðstírnum, enda löngu kominn tími til. Hann var orðinn mjög hataður fyrir að verja sig aldrei, og í staðinn fyrir að reyna að verja þessa vitleysu sem við köllum Windows og Microsoft, fór hann að hjálpa.
Hann, eins og Michael Jackson og hellingur af ríkum “sérvitringum” gefur SVÍVIRÐILEGAR upphæðir til hjálparstofnana af ýmsu tagi árlega. Hvort sem það er til að ná í virðingu fólks eða ekki, þá finnst mér hann eiga hana skilið.
Ég hef ekki heyrt fyrr en núna að hann ætli að gefa alla peningana áður en hann hrökkvi upp af, en það kemur ekkert svo hræðilega á óvart í kjölfar hegðunar hans upp á síðkastið. Það gleður mig að hann hafi það viðhorf. Ég man til dæmis eftir nýlegri ráðstefnu þar sem stórir hausar fyrirtækja komu saman til að ræða um hvernig væri hægt að nota tölvutækni okkar til að hjálpa þriðja heiminum, og auðvitað kemur guttinn, Bill Gates upp og drullar yfir alla á svæðinu með því að fullyrða að Þriðji Heimurinn þurfi ekki tölvur og tæki, hann þurfi *peninga*, sem er auðvitað alveg hárrétt hjá honum. Menn sögðu að hann væri að misskilja tilgang ráðstefnunnar, en mér finnst hann bara hafa verið að benda mátulega á að ráðstefnan var haldin á kolröngum grundvelli.
Allavega… ég hata að sjálfsögðu Microsoft, en hugsa reyndar að mér myndi líka mjög vel við Bill Gates… rétt eins og að ég fíla Linux og BSD en finnst mjög ólíklegt að ég myndi nenna að halda uppi 5 mínútna samræðum við höfunda þeirra. :)<BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is