Svona spurninga hafa komið of oft hingað inn .. fyrst ætla ég að benda þér á þetta:
http://www.linux.is/um_linux?PHPSESSID=b9eae855a161e21b23a48a2ff48321f8Þarna er útskýrt fyrir þér hvað Linux er…alltaf gott að vita það..
Þú getur keyrt Linux á Palm tölvunni þinni, 1.44MB diskettu, 16MB flashkorti .. þú getur keyrt þetta á öllum fjáranum. Ég er að keyra einn server á um 600MB disk, virkar frábærlega, þú þarft ekki mikið pláss, fer allt eftir því hvernig þú setur kerfið upp, og hvaða distró þú velur. Sama er að segja um minnið. Til að setja upp router þarftu smá minni .. ég nota þó ekki nema 64MB á mínum .. eða voru þau 32MB, það man ég ekki…
Irc clientar eru margir, þú getur notað ircII eða irssi (sem báðir nota terminal, ekkert gluggakerfi) eða XChat, en til að nota hann þarftu að vera með X11 inni.
En já, lestu þig til um þetta áður en þú kemur með spurningar .. jafnvel skoða aftar í þennan kork, hann er búinn að vera í gangi lengi.
Kveðja,
Ómar K.
Cassini<br><br>Reason is immortal, all else mortal.
-Pythagoras