Eitt af því sem ég nota gríðarlega mikið í windows og sakna í gnome er að geta búið til nýja textaskrá með tveimur klickum. (Hægrismella á skjáborð/explorer og velja New –> Text document) Er eitthvað samsvarandi þessu til í gnome, þ.e. einhver flýtileið leið til að búa til textaskrá. Ef svo er, hvernig virkja ég það?
Einnig sakna ég þess að geta ýtt á delete takkann á lyklaborðinu til þess að eyða skrá(m). Einhver sem kann að stilla það?
