Já, mig grunaði einmitt að hann væri að meina það. Ég bara vissi ekki rétta svarið við því hvernig ætti að gera það, en takk fyrir að benda á hvernig það er gert. Hinsvegar held ég að það gæti líka gagnast í þessu samhengi að vita hvernig notanda er eitt og/eða hvernig aðgangur hans er gerður óvirkur, því að ef losna þarf við óþægindi frá notanda er ekki nóg að geta bara drepið prósessinn hans, heldur þarf þá líka að vera hægt að varna honum aðgang að vélinni framvegis svo hann geti ekki bara komið aftur og aftur.