Sælir

Það er nú þannig að ég leyfi nokkrum félögum mínum að hafa vefpláss á linuxnum mínum enda ekki neitt svakalega mikið mál. Hinsvegar er ég í vandræðum með HVERNIG ég á að leyfa þeim að hafa aðgang að vefmöppunni sinni (og jafnvel nokkrum öðrum möppum) án þess að gefa þeim aðgang að öllum pakkanum.

Symlinkar virka ekki, vegna þess að Documentroot ~ læsir notandann inní í sinni möppu. Ég hef verið að nota mount –bind og það skilar sér svosem alveg, en það er galli:
http://robocop.leti.is/info/
Eins og þið sjáið kannski í Tengd Skrárkerfi þá er þetta ekki að “lúkka” alveg nógu vel.
Er einhver önnur leið til að gera þetta, eða verð ég bara að sætta mig við þetta?

takk fyrir að lesa
kv.<br><br>Valur | valur@hamstur.is | Sendu mér skilaboð | MSN: valur@hamstur.is