Ég sá þarna áðan að þið voruð að spjalla hvernig Partition Magic getur splittað upp disknum… (og líka að það forrit kostar helling, mig minnir um 6-8000 kall).
Það er líka til mjög einfalt og þægilegt forrit sem ég nota í vinnunni til að búa til Dual-Boot W98-RH7 uppsetningar.
Forritið heitir FIPS, útgáfa 2.0 minnir mig, keyrir á MS-DOS, og er ókeypis (sjá t.d <A HREF=
http://www.igd.fhg.de/~aschaefe/fips/fips.html>þessa</A> síðu).
Uppsetningarferlið sem við keyrum er eftirfarandi:
Win98 sett upp
FIPS keyrður til að sneiða diskinn
Linux RedHat 7 settur upp á nýju sneiðina
og LILO sér um dual-bootið.
Mér sýnist þetta svar berast full seint, en vona að einhverjir aðrir geta haft not fyrir þetta.
Hannesinn<BR