Það er *ekki* það eina sem virkar. Það sem virkar líka, er til dæmis Windows NT, Windows 2000, MacOS og BeOS. Það *eru* til fleiri kerfi í heiminum en UNIX og Win95/98/ME, sko. :) Linux er sniðugt til þess sem það er gert, en það er ekki málið, framtíðin, mátturinn né dýrðin.
Linux er stöðugt miðað við flestar útgáfur af Windows. Vel uppfærður NT hefur hugsanlega eitthvað í Linux, samt. Linux er alls ekki nálægt því að vera það stöðugasta í UNIX heiminum. HP-UX, Solaris, FreeBSD og öll þessi kerfi sem ég hugsa að allir hafa eflaust heyrt um, hafa reynst stöðugri en Linux.
Öryggi á Linux má ekki ofmeta. Öryggi vélar fer alltaf eftir hugbúnaðinum sem er notaður ofan á stýrikerfið, og notandanum sjálfum. Það er rétt að óalgengara er að brotist sé inn í Linux vélar eða þeim krassað heldur en Windows, enda er ég bara að benda á að það má ekki áætla að Linux sé bara safe hvað varðar öryggi, því að þá hættir fólk að passa sig. :) Það er lítið mál að brjótast inn í Linux vél hjá heimskum notanda, rétt eins og hvað varðar öll önnur kerfi. Heimskir Linux notendur, eru aftur á móti sjaldgæfari en heimskir notendur í Windows og MacOS.<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is