Ég er frelsaður.
Ég setti var orðinn frekar leiður á þessari “Windows” lykt sem var orðinn af installinu á RH / Mandrake og öllu þessu “rusli” sem var sett inn á vélina hjá mér sem gerði andskotan ekki neitt, nema hægja á öllu saman.
Ég nennti samt ekki að standa í linuxfromscratch.org, þegar maður er búinn að setja upp “fyrsta” pakkan hjá þeim þá er ekkert (nada/zip/zero/null) á vélinni, ekki einu sinni ftp client. Frekar hrátt og mikil vinna að setja upp.
Vinur minn benti mér á Gentoo. Gentoo er með snyrtilegt pakkakerfi sem leysir á þægilegan hátt install/upgrade mál, svo lengi sem fyrsti kernellinn sem keyrist af diskinum finnur netkorið þitt, þá er maður “home free”.
Það er góð tilfinning að hafa installerað/þýtt _allt_ meira að segja bootstrappað þýðandanum (ef maður tekur stage1 tar boltann)
Þetta krefst töluverðar þolimæðar, að þýða X11 og einhvern window manager tekur sinn tíma. Með gentoo á náttúrulega ekki að nota einhvern overkill window manager (nefni engin nöfn), mæli t.d. með fvwm.org
Ég vel Gentoo á diskinn minn! :-)
// Eureka - að reyna að breiða út boðskapinn